11.29.2011

Hjólaljós - óskhyggja


Núna er ég mikið að spá í ljósunum á hjólinu mínu. Er tiltölulega sáttur með rauða blikkljósið aftan á hjólinu. Mér finnst vanta upp á styrkinn á framljósunum. Ég hef mikið spáð í þetta. Nokkrir á Íslandi hafa verið að kaupa mjög sterk ljós (eiginlega allt of sterk) sem gefa um 900 lumens. Þetta getur verið blindandi fyrir þá sem eru að koma á móti þeim. Sem stendur er ég með LED blikk ljós með 5 leddum og dugar það ágætlega til þess að láta vita af manni. En ég vil meira. 

Ég var að spá í að festa 2 ljós sitthvorum meginn við framhjólið og það neðarlega á gafflinum ekki á stýrinu. Kostirnir við þetta eru eftirfarandi;
  • Minna dót á stýrinu
  • Lýsir betur ójöfnur á veginum en ljós sem eru hærra uppi
  • Lýsir síður í augun á mótgangandi eða hjólandi
  • Hægt er að stilla þau þannig að þau lýsi lengra fram á veginn
  • Ljósin eru síður sjáanleg þegar komið er að hjólinu í geymslu
  •  Ljósin eru föst á stellinu (annað en flest ljós sem hægt er að kippa af)
Hvaða búnað hef haft augastað til þess að gera þetta? SGB er að selja hjólaljós frá Magicshine sem mér ágætlega á. Þá hefur Magicshine framleitt ljós sem geta skilað allt að 2000 lumens (Magicshine MJ-880) (já þetta er til). En ég er aðeins á jörðinni með ljósstyrkinn. Ég hef verið að horfa á 200 lumens ljós (Magicshine MJ-838). Þau eru til sölu hjá SGB fyrir tæp 16.000 krónur. Spurningin er bara hvernig ég festi ljósin, kaplana og rafhlöðuna á hjólið. Ég veit að Magicshine framleiðir Y-kapal, þannig að hægt væri að nota eina rafhlöðu hverju sinni og hlaða hina (þar sem rafhlaða kemur með hverju ljósi).

Innikaupalistinn er því eftirfarandi
Þar fyrir utan framleiðir Magicshine höfuðstrapp sem er hægt að nota með ljósunum þannig að hægt er búa til höfuðljós (Magicshine MJ-6026).

2 ummæli:

  1. Magicshine gefur ekki upp réttar lumen tölur á ljósunum sínum. Talan sem þeir gefa upp eru hámarks afköst sem díóðurnar geta skilað og það er staðreynd að ljósin þeirra eru ekki nálægt því. Þau ljós sem hafa verið prufuð af fagaðilum eru að skila ca 55 - 65% af uppgefnu ljósmagni. Það er líka rétt að nefna að íhlutirnir sem eru notaðir í sum þessara ljósa þola ekki að keyra þetta ljósmagn til lengdar og því er líftími þeirra mjög takmarkaður.
    Sem dæmi eru XM-L díóðurnar í þessu 2000 lumen ljósi gerðar til að geta skilað 1000 lumenum hver. Í þessu ljósi eru 2 stykki og því segja þeir að það sé Max 2000 lumen.
    Síðan ef við skoðum ljós frá öðrum framleiðanda sem er með ljós sem er búið 7 XM-L díóðum sem geta skilað 1000 lumenum hver, gefur hann "einungis" upp ljósmagn upp á 2600 lumen. Samkvæmt útreikningum Magicshine ætti það að vera 7000 lumen.
    http://www.lupine.de/web/en/products/helmetlights/betty/12/

    Ég pældi mikið í að kaupa Magicshine ljós síðasta vetur en eftir að hafa lesið mig til ákvað ég að það væri einfaldlega ekki góð fjárfesting auk þess sem ég vil geta stólað 100% á ljósið því þetta er jú einn mikilvægasti öryggisbúnaðurinn á hjólinu.

    Ég er núna með Seca 1400 frá Light & Motion (1370 lumen skv mælingu) að framan og að mínu mati er það ljósmagn algjört lágmark. Vissulega getur það truflað þá sem koma á móti en með því að vísa því hæfilega mikið niður er það ekki vandamál. Ljósið er líka hannað með það fyrir augum að sem minnst af ljósinu fari upp í loft.

    Að vera með svona ljós opnar líka þann möguleika að hjóla í myrkri þar sem engin lýsing er og eru ófá skiptin sem ég hef brunað eftir slóðunum uppi í Heiðmörk í svarta myrkri án nokkurra vandræða.

    Að aftan er ég svo með tvö ljós, annað er 35 lumen og hitt 75 lumen (sem verður 110 lumen þegar ég set hleðslubatterý í það).
    http://www.bikelights.com/vis180.html
    http://www.exposurelights.com/product/000059/flare/
    Þarna er ég með afturljós sem eru álíka sterk, ef ekki sterkari en bremsuljós á bíl og munurinn á því hvernig ökumenn koma fram við mann í umferðinni þegar maður er með svona ljósabúnað er vægast sagt ótrúlegur.
    Ökumenn sjá mann miklu fyrr en ella og hafa því mun meiri tíma til að undirbúa framúrakstur sem ofrast leiðir til þess að þér er gefið mun meira pláss. Síðan halda bílar sig ekki næstum því jafn nálægt þegar ekki er möguleiki á framúrakstri.

    Mitt mat ... ekki spara þegar kemur að ljósabúnaði!
    Það er jú mikilvægast af öllu að komast heill heim og það er nákvæmlega það sem góð öflug ljós auka líkurnar á.

    ----------------------------------------------

    Annars er hægt að fá þessi Magicshine ljós á mun betra verði beint frá Kína hjá Dealextreme.com. Þeir eru líka með "Worldwide free shipping".
    http://www.dealextreme.com/

    ----------------------------------------------

    Gaman að lesa síðuna þína, ég á pottþétt eftir að kíkja oftar við.

    Kv.
    Baldur

    SvaraEyða
  2. Takk fyrir athugasemdina. Ég verð að athuga betur hvað ég geri á endanum. Sem stendur er vinnufélagi minn að bíða eftir pöntun á ljósum (ég man ekki hverrar gerðar), og ætla að sjá hvernig þau líta út og virka.

    SvaraEyða

Ekki má búast við því að öllum athugasemdum er svarað. Ef athugasemd telst óviðeigandi þá tekur eigandi síðunnar sér leyfi til þess að eyða þeim athugasemdum. Athugasemdir eru á ábyrð þess sem skrifar þær.
Eigandi síðunnar velur þær athugasemdir sem teljast birtingahæfar.