Verkfærapungurinn


Hjólapungurinn (hnakktasta eða þríhyrningstaska í stelli) ætti alltaf að hafa eftirfarandi hluti;
  • Ný slanga af réttri stærð fyrir þín dekk.
  • Dekkplöst (lágmark 2).
  • Pumpa (mini eða CO2, punmpuna er oftast hægt að setja á stellið) ef hægt er að koma stórri fyrir þó er það betra, ParkTool framleiðir stellpumpur sem ættu að komast á öll stell. Munið að stilla pumpuna á ykkar ventla, til þess að flýta fyrir.
  • Bætur, bæði til þess að bæta slönguna og til þess að bæta dekkið.
  • Þrýstingsmælir sem passar á sem flesta ventla.
Fyrir lengri ferðir þyrfti að bæta eftirfarandi hlutum við;
  • Nýja keðju (muna að stytta í rétta lengd)
  • Flýtihlekki (oft kallað masterlinks) fyrir keðjur
  • Keðjulykil
  • Skrúfjárn (flatt og stjörnu)
  • Sexkantasett.
  • MiniTool (dekkjaplöst eru oft partur af þessum tólum).
  • Afturskiptahengi (Derailleur Hanger eða Drop-Down).
  • Bremsuklossa (líka ef þú ert með diskabremsur, ef drulla og sandur kemst í þær, þá er alveg ótrúlegt hvað þeir eyðast fljótt).
  • Hníf.
  • Klippur.
  • Bensli (ótrúlegt hvað hægt er að nota það í).
  • Einungrunartape (ótrúlegt hvað hægt er að nota það í).
  • Pening.
  • Nafnspjald (því ef eitthvað kemur upp á þá er hægt að finna út hver þú ert)
  • Hafðu auka orkustöng eða gel í töskunni ef ske kynni að orkan hrynji.
  • Orkudrykkstöflur, svo hægt er breyta vatni í orkudrykk.
  • Skyndihjálparpakka
Þetta er ekki tæmandi listi.

Þessir hlutir ættu að komast í 2 litlar töskur. Það er að segja í hnakktösku og þríhyrningstösku á stellinu. Ég er ekki sjálfur með þetta allt, þegar ég hjóla. En efri listinn er alltaf í hnakktöskunni minni, sem er alltaf á hjólinu. Restin er tilbúin í þríhyrningstösku sem ég hendi á stellið þegar við á. Annars er hægt að hafa þetta í bakpoka eða mittistösku. Þetta allt saman var með í Bláalonsþrautina í ár.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ekki má búast við því að öllum athugasemdum er svarað. Ef athugasemd telst óviðeigandi þá tekur eigandi síðunnar sér leyfi til þess að eyða þeim athugasemdum. Athugasemdir eru á ábyrð þess sem skrifar þær.
Eigandi síðunnar velur þær athugasemdir sem teljast birtingahæfar.