11.20.2013

Fjallahjólið er brotið

Á dögunum ákvað ég að taka fjallahjólið í sundur, til að hreinsa og hugsanlega betrumbæta. Endaði með því að ég fann þessar rifur í stellinu.
10.01.2013

Loksins ákvað ég að þrífa fjallahjólið

Stundum bíður maður alltof lengi með það að gera hlutina. Ákvað að losa um headsettið, þrífa og smyrja. Það endaði á því að ég ætlaði að láta yfirfara demparann. Það endaði svo með því að allt hjólið var tekið í sundur. Vonandi rata allar skrúfurnar á sinn stað og ég endi ekki með partakassa eftir samsetningu.


9.01.2013

Karlinn kominn á Racer

Ákað að létta veskið í sumar og fékk mér einn svona;


6.12.2013

Bláalónsþrautin 2013

Þá er þrautini lokið. Efla sendi einungis eitt lið að í ár. Við náðum 10 sæti í firmakeppninni af 19, sem telst ágætis árangur, sér í lagi þar sem einn í liðinu braut drop-out og ég flaug vel fram yfir mig. Persónulega náði markmiði mínu sem var að vera undir 2:30 og var 2:20, það er þó 5 mínútna lakari árangur en í fyrra. Ástæðurnar eru einfaldar; aðstæður ( bleyta, drulla, skyggni og þokumistur) og svo byltan. Mig grunar að eina leiðin fyrir mig að ná drauma tímanum mínum, sé hreinlega að létta mig.


6.06.2013

Bláalónsþrautin - Team EFLA

Þá styttist í Bláalónsþrautina. Efla ætlar að senda eitt firmalið. Þjálfanir hafa staðið yfir síðustu vikurnar. Vonandi náum við ágætis árangri í ár, líkt og í fyrra. Aðeins 2 af 5 frá liðinu í fyrra taka þátt.