11.28.2011

Cintamani Ullarnærfatnaður

Til sölu á Cintamani.is

Til sölu á Cintamani.is
Það er skilyrði fyrir allri útiveru að vera í ullarnærfatnaði. Sjálfur á ég sett frá Cintamani sem ég mjög ánægður með. Þó er eitt með nær allan Cintamani fatnað sem ég á að mér finnst fatnaðurinn hnökkri meira en mér finnst eðlilegt. Ég hjóla nær allan veturinn í þessari setti og búinn að nota það, núna í 3 vetra og það sést ekki á þeim. Fyrir utan rennilásagöt sem hafa komið í klofið á buxunum (myndast þegar rennilás á utanyfirbuxum rennst í efnið). Það sem ég held einna mest upp á þessar flíkur er að þær halda forminu mjög vel og þær teygjast ekki líkt og fyrri fatnaður sem ég átti. Þannig að það er auðvelt að vera í öðru utanyfir. Einnig má nefna að þær draga ekki í sig ólykt sem festist. Fyrri ullarnærfatnaður (man ekki hverjar gerðar) lyktaði óskaplega (svipað og með gömlu Thermal fatnaðinn) og var nær ónothæfur eftir einn dag eða svo. Ég hefði viljað að ermarnar á bolnum væri aðeins lengri og þá með gati fyrir þumalinn, líkt og er á Cintamani Frosta jakkanum, þá dregst nokkuð hvað maður þarf að fara í vettlinga og samskeytin vettlingar bolur verða betri (gapir minna). Loks eru ekki óþarfa saumar sem margir aðrir framleiðendur eru að pota á flíkurnar sínar (Janus og Devold til dæmis gera), þannig að það er minna um pirring. Eftir þvott eru flíkurnar aðeins þrengri en eftir notkun (eins og vera ber) án þess að vera þrengjandi.

Mæli eindregið með þessum flíkum

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ekki má búast við því að öllum athugasemdum er svarað. Ef athugasemd telst óviðeigandi þá tekur eigandi síðunnar sér leyfi til þess að eyða þeim athugasemdum. Athugasemdir eru á ábyrð þess sem skrifar þær.
Eigandi síðunnar velur þær athugasemdir sem teljast birtingahæfar.