6.04.2013

Gírahlutfall

Ákvað að henda inn í Excel gírahlutfallinu á hjólinu mínu, til þess eins að sjá hvernig gírarnir skarast í hlutfalli. Þetta er ágætis tól til þess að átta sig á því að með aukningu á gírum þá er líklegra að sama gírhlutfall skapast á milli stóru gíranna (tann hjól að framan - chainwheel). Sumir eru á móti því að auka gírafjöldan líkt og hefur gerst síðustu ár. Við höfum farið frá 18 gíra fjallahjólum og upp í 30 gíra. 18 gírar í sjálfu sér er nóg og þú ert með ágætt svið af gírum. Vandamálið með 18 gíra uppsetningu á fjallahjólum, þar sem nauðsynlegt er að skipta oft vegna breyttra aðstæðna, er að þá þarf oft að skipta á keðjuhjólinu (stóru tannhjólunum). Það getur verið þrautinni erfiðari þegar komið er í brekkur. Þá er betra að vera búinn að staðsetja sig á keðjuhjólinu og nota afturgírana til þess að stilla sig af. Jafnframt þá er auðveldara að gera sig tilbúinn án þess að hoppa allt of lang niður eða upp. Tl að mynda þegar komið er niður brekku á góðum hraða í gír 44-16, þá er hægt að gera sig tilbúinn og fara niður í 32-12 og þá er maður tilbúnari ef brautin er erfiðari en maður hafði vænst.

9 gíra krans (11-32) og 3 gíra keðjuhjól (22-32-44)
 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ekki má búast við því að öllum athugasemdum er svarað. Ef athugasemd telst óviðeigandi þá tekur eigandi síðunnar sér leyfi til þess að eyða þeim athugasemdum. Athugasemdir eru á ábyrð þess sem skrifar þær.
Eigandi síðunnar velur þær athugasemdir sem teljast birtingahæfar.