12.28.2011

Snjóhreinsun göngustíga

Það er ágætis grein á heimasíðu Landssamtaka Hjólreiðamanna (www.lhm.is), sem var skrifuð fyrr á árinu um snjóhreinsun. Þar má finna hlekk á Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar, þar sem farið er yfir hvernig þessu er háttað. Einnig er hlekkur þar á kort sem sýnir hvaða stígar hafa forgang. Hlekkir á þessar síður eru hér fyrir neðan í þessum pósti.

Tvennt hef ég að setja út á snjóhreinsunina. Í fyrsta lagi, virðast þeir sem hreinsa göngustígana fara ansi hratt yfir, þetta sést á því að snjóbakkar koma á göngustígana. Þetta er sökum þess að tönninn skakast upp og niður vegna hraða. Í öðru lagi, fer snjóhreinsun oft eftir hentugleika þess sem ryður. Sést það einmitt á brúnum á Bíldshöfða sem eru út við Geirsnef. Göngustígarnir á þeim eru oftar en ekki óruddar. Rutt er að þeim og frá. En þeir sem ryðja fara út á götuna, sér til auðveldunnar.

Ef þið eruð vís um að göngustígar séu óruddir en eiga að vera ruddir samkvæmt kortinu, þá er það hagur allra að það sé tilkynnt borginni. Það eru nefnilega oft sem það eru verktakar sem sjá um þessa hreinsun.

Greinin á www.lhm.is.
Upplýsingasíða Framkvæmdasviðsins
Kort af snjóhreinsun göngustíga

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ekki má búast við því að öllum athugasemdum er svarað. Ef athugasemd telst óviðeigandi þá tekur eigandi síðunnar sér leyfi til þess að eyða þeim athugasemdum. Athugasemdir eru á ábyrð þess sem skrifar þær.
Eigandi síðunnar velur þær athugasemdir sem teljast birtingahæfar.