12.16.2011

Bretti á hjól án auga

Planet Bike Fender SpeedEZ ATB
Ég er mikið búinn að leita að brettum sem hægt er að setja á hjólið mitt. Þetta er vandamál þar sem það er dempari á hjólinu og ég vil geta notað alvöru bretti með Mudflap og það er engin augu fyrir brettafestingar né bögglabera á stellinu. Rakst á þetta í gær og er sem stendur að leita hvar ég get keypt þetta. Þessi bretti eru sömu gerðar og racerhjólendur nota mikið. Gúmilufsa sem fer utan um stellið heldur brettunum á sínum stað.

4 ummæli:

  1. Markið er með bretti frá PlanetBike. Hvort þeir eru með þessa týpu veit ég ekki.
    Fékk hjá þeim bretti í haust á mun betra verði en það hefði kostað að panta að utan.

    SvaraEyða
  2. Ég á einmitt bretti( þessi týpísku fjallahjólabretti) frá Markinu og einmitt frá Planet Bike. Þegar ég var það síðast áttu þeir ekkert sem hægt væri að nota á hjól sem ekki væru með augu fyrir brettafestingar. Takk fyrir athugasemdina.

    SvaraEyða
  3. Ég leysti þetta að framan með klemmum sem ég fékk í Landvélum og dragböndum. Svínvirkar.
    Eflaust gætirðu mixað eitthvað svipað að aftan.

    Myndir sem sýna snilldina! :o)
    http://samskipti.skyggnir.is/baldur/frambretti1.jpg
    http://samskipti.skyggnir.is/baldur/frambretti2.jpg

    SvaraEyða
  4. Takk fyrir þetta. Þetta er einmitt af hverju ég stofnaði þessa síðu. Til þess að fá svona "hvernig eru hinir hjólandi að gera". Ég líklegast vel að fara þessa leiðina með brettin.

    SvaraEyða

Ekki má búast við því að öllum athugasemdum er svarað. Ef athugasemd telst óviðeigandi þá tekur eigandi síðunnar sér leyfi til þess að eyða þeim athugasemdum. Athugasemdir eru á ábyrð þess sem skrifar þær.
Eigandi síðunnar velur þær athugasemdir sem teljast birtingahæfar.