11.04.2011

Endura Luminite Overshoes - E0036

Til sölu á Chain Reaction Cycles
Mér hefur fundist val á búnaði í innkaupum verslanna á Íslandi oft á tíðum vera einstaklega einkennilegt. Það virðist sem verslanir, stundum, kaupi magn vara sem teljast Entry-Level vörur og svo kaupa þær afar lítið magn vara sem teljast High-End. Mid-Range vörurnar rata oft ekki í verslanir. Þar er Örninn engin undantekning. Geitur eða skóhlífar sem eru í boði á Íslandi (það er ekki boðið upp á stórt vörurúrval þar) eru flestar í Neoprene. Þær hlífar halda að fótunum hita og verja ágætlega föturna frá vatni og snjó en eru afar stífar. Sökum þess hve stífar þær eru, þá hef ég verið að heyra að rennilásarnir sem eru á þeim gefi sig, oft eftir litla notkun. Rennilásar eru algengir í Neoprene geitum.

Ég ákvað að kaupa mér geitur frá Endura (merki sem Örninn selur), en pantaði mér geitur sem hafa meira endurskin en þær geitur sem eru í boði á Íslandi. Þær eru mýkri en Neoprene geitur og teygjast aðeins meira og þær festast með frönskum rennilás.

Sem stendur er ekki komin reynsla á þessar geitur, en ég mun uppfæra eða leggja nýjan póst þegar að því kemur. Við fyrstu sín er ég mjög ánægður með þessar geitur. Þó, líkt og með buxurnar þá eru stærðirnar frá Endura alveg sé á báti og lítið hægt að fara eftir þeim. Ég fór eftir ummælum þeirra sem hafa keypt geitur frá Endura og keypti einu númeri stærra en töflurnar frá Endura bentu mér á að gera. Og þær smell passa.

2 ummæli:

  1. Er komin reynsla á þessa? Í enn eitt skiptið kom það upp á daginn í dag að mig sárlega vantar eitthvað svona. Var ansi fótrakur þegar ég kom heim

    Kv
    Stebbi Twist

    SvaraEyða
  2. Heyrðu þetta er ferlegt, ég er búinn að vera svo latur eftir sumarfrí (já þú last rétt). Ég er með geymsluna fulla af viðgerðahlutum í hjólið og ég kem mér ekki í það. Ég stefni á að byrja hjóla aftur í vinnuna í næstu viku. Geiturnar eru komnar á skónna EN það er ekki búið að prófa þær.

    SvaraEyða

Ekki má búast við því að öllum athugasemdum er svarað. Ef athugasemd telst óviðeigandi þá tekur eigandi síðunnar sér leyfi til þess að eyða þeim athugasemdum. Athugasemdir eru á ábyrð þess sem skrifar þær.
Eigandi síðunnar velur þær athugasemdir sem teljast birtingahæfar.