![]() |
Til sölu á Chain Reaction Cycles |
Ég ákvað að kaupa mér geitur frá Endura (merki sem Örninn selur), en pantaði mér geitur sem hafa meira endurskin en þær geitur sem eru í boði á Íslandi. Þær eru mýkri en Neoprene geitur og teygjast aðeins meira og þær festast með frönskum rennilás.
Sem stendur er ekki komin reynsla á þessar geitur, en ég mun uppfæra eða leggja nýjan póst þegar að því kemur. Við fyrstu sín er ég mjög ánægður með þessar geitur. Þó, líkt og með buxurnar þá eru stærðirnar frá Endura alveg sé á báti og lítið hægt að fara eftir þeim. Ég fór eftir ummælum þeirra sem hafa keypt geitur frá Endura og keypti einu númeri stærra en töflurnar frá Endura bentu mér á að gera. Og þær smell passa.
Er komin reynsla á þessa? Í enn eitt skiptið kom það upp á daginn í dag að mig sárlega vantar eitthvað svona. Var ansi fótrakur þegar ég kom heim
SvaraEyðaKv
Stebbi Twist
Heyrðu þetta er ferlegt, ég er búinn að vera svo latur eftir sumarfrí (já þú last rétt). Ég er með geymsluna fulla af viðgerðahlutum í hjólið og ég kem mér ekki í það. Ég stefni á að byrja hjóla aftur í vinnuna í næstu viku. Geiturnar eru komnar á skónna EN það er ekki búið að prófa þær.
SvaraEyða