Daníel Sigurbjörnsson


Hef verið hjólandi í áraraðir. Þá fyrst og fremst til þess að komast á milli staða vegna vinnu og annarra daglegra anna. Hef í raun ekki farið í margar hjólaferðir né ævintýraferðir á hjóli. Bjó í Danmörku í rúm 5 ár og þar var hjólað allt sem þurfti og með ýmislegt á bögglaberanum (jólatré, bjórkassa og skrifstofustól).

Stefni á að taka virkari þátt í fjallahjólakepnnum árið 2013. Tók þátt í minni fyrstu hjólreiðakeppni í Bláalónsþarutinni árið 2012, með glimrandi árangri að mínu mati. Ætla aftur 2013 og mun bæta við Heiðmerkurþrautinni 2013 og jafnvel Tour de Hvolsvöllur líka (þarf að uppfæra hjólið eða dekkin á núverandi hjóli til þess að vera ekki aftastur).

Ég bý sem stendur í Reykjavík og hjóla eins oft og get í og úr vinnu. Vegalengdin er kannski ekki mikil eða um 8 km (hvor leið) en það er nóg til þess að brenna smjöri og halda sér í ágætis formi. Fyrstu ferðirnar þessa leið tóku um 35 mínútur, nú tel ég mig vera lengi ef ferðin tekur 25 mínútur. Vanalega eru þær um 20 mínútur.

Á þessari síðu ætla ég mér að reyna koma á framfæri reynslu minni á því að hjóla í Reykjavík, búnaði sem ég hef keypt (sérstaklega þá fatnaði) og hvernig það er að hjóla á veturna. Þetta er fyrst og fremst einblínt á samgönguhjólreiðar í Reykjavík. Allar ábendingar verða teknar til skoðunnar.