Fyrir sumarið keypti ég Endura Hummvee 3/4 stuttbuxur (hnébuxur). Eftir nokkura leit á Íslandi án þess að finna buxur sem mér fannst henta mér, lét ég slag standa og pantaði þessar frá
Chain Reaction Cycles. Þetta eru einu bestu kaup sem ég hef gert í langan tíma. Eða síðan ég keypti mér kamel drykkjarpoka í bakpokann (fyrir um 3 árum síðan). Þær eru með stillingu nest á skálmunum svo hægt er að þrengja opið. Það er opið efni við hnéspætur til öndunar. Öndunarrennilásar eru hliðunum við mjaðmir (pláss fyrir vasahníf, ef því er að skipta). Styrkingar á rassi. Ágætis fjöldi vasa. Og svo má lengi telja. En stærsti kosturinn er verðið, þar sem innri buxur fylgja. Þessar innri buxur eru dæmigerðar hjólabuxur, þröngar og með bleyju. Þótt Endura segi að hægt sé að nota þær einar og sér, þá tel ég það ekki æskilegt, þrátt fyrir að þær eru nokkuð góðar, þær eru bara heldur grisjóttar fyrir það.
Ég hef verið nokkuð óhræddur að versla vörur af netinu í gegnum tíðina. Þetta var þó í fyrsta skipti sem ég keypti fatnað á netinu. Einu annmarkar sem ég get bent á varðandi þessar buxur, er að stærðirnar frá Endura eru nokkuð kjánalegar. Þó ég færi eftir öllum töflum og mældi mig bak og fyrir þá er stærðin sem hentar mér samkvæmt töflunum kannski aðeins minni er raun bar vitni. Þó hefur ummálið aðeins lagast frá kaupum, þannig að þetta var kannski af hinu góða.
Ég notaði þessar buxur nánast upp á dag í 2 mánuði yfir sumarið og það sést ekki á þeim. Ég bendi þó á að sökum litarins sem ég keypti (Olive) þá draga þær aðeins í sig bletti og drullu. Mjög þægilegar hjólabuxur og útivistarbuxur (þá án bleyju innri buxum).
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Ekki má búast við því að öllum athugasemdum er svarað. Ef athugasemd telst óviðeigandi þá tekur eigandi síðunnar sér leyfi til þess að eyða þeim athugasemdum. Athugasemdir eru á ábyrð þess sem skrifar þær.
Eigandi síðunnar velur þær athugasemdir sem teljast birtingahæfar.