11.20.2011

Endura FS260-Pro Skullcap - E0029

Til sölu á Chain Reaction Cycles


Fyrir þá sem hjóla með hjálm (það eiga allir að gera) og það að vetrarlagi þá verður oft erfitt að finna sér höfuðfat sem heldur á höfðina hita þegar hitastigið er lágt og er nægilega þunnt til þess að hjámurinn standi ekki upp eins og hjólamaðurinn væri lífvörður hennar hátignar í Bretlandi. Endura gerir nokkur höfuðföt sem sinna þessu ágætlega. Fram að að því að ég keypti þessa húfu, notaði ég flíshúfu eða buff. Bæði að mínu mati nær fullkomlega ónothæft. Flíshúfan var of þykk og gerði hjálminn líklegast ónothæfan í falli þar sem hjálmurinn var nokkuð laus á höfðinu. Buffið dróg svitann í sig og mér varð kaldara ef eitthvað var og lágt einkennilega undir hjálmnum.

Þessa húfu fékk ég í jólagjöf. Hún er afar teygjanleg þótt hún mætti fara aðeins neðar svo myndi hylja eyrun aðeins betur, þá aðallega eyrnasnepplana. Hún nær vel niður á ennið og niður á hnakkann. Ég myndi þó mæla með einhverju í hálsinn ef þess ber undir til þess að hylja efsta hlutann á hálsinum, fyrir neðan húfuna við hnakkann (til dæmis buffi). Hún er þunn og margir myndu telja of þunn. Staðreyndin er sú að þeir sem eru óvanir að hjóla í kulda, klæða sig í fyrstu oft of mikið. Fólk hitnar við hjólreiðarnar og það er vanalega vandamálið með kula á líkamnum þegar stoppað er ekki þegar hjólað er. Þessi húfa hefur reynst mér vel. Það eru þykkingar þar sem mesti kuldinn næður á. Hún er þunn yfir hárið þannig að hún andar eilítið. Jafnframt þornar hún á skammri stundu. Saumarnir pirra mann ekki og hún heldur hjálminum stöðugum. Ég hef ekki pirrast við það að hjóla með þessa húfu og hjálm og verið með iPod í eyrunum (vel að merkja það er ekki æskilegt að hlusta á tónlist og hjóla).

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ekki má búast við því að öllum athugasemdum er svarað. Ef athugasemd telst óviðeigandi þá tekur eigandi síðunnar sér leyfi til þess að eyða þeim athugasemdum. Athugasemdir eru á ábyrð þess sem skrifar þær.
Eigandi síðunnar velur þær athugasemdir sem teljast birtingahæfar.