Fékk svona Frosta í afmælisgjöf frá konunni og tengdafjölskyldu. Þetta er kannski ekki tengt hjólum. En þetta er alveg afbragðs úlpa. Ekki of heit og maður er ekki eins og Michelin maðurinn í henni. Gott til þess að kasta yfir sig eftir erfiðan hjólatúr, eða við áningar svo maður kólni ekki strax. Tvennt sem varð til þess að ég átti erfitt með að velja þessa úlpu var að rennilásinn kemur upp á hlið hökunnar ekki framan á. Seinna atriðið var að ég hefði vilja fá hana í öðrum lit. Íslendingar eru sjúkur í allt sem er svart og það selst næstum því ekkert útivistartengt á Íslandi nema það sé svart. Stroffin við hendurnar nær langt fram og er með gati fyrir þumalputtana. Stroffið byrjar innarlega í úlpunni þannig að langir vettlingar eða hanskar komast auðveldlega fyrir. Ég vildi ekki dúnúlpu og þetta er sú úlpa sem er að mínu mati á viðráðanlegasta verðinu. 66° Norður gera sambærilega úlpu sem er um 50% dýrari - er ekki að skilja verðlagninguna hjá þeim.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Ekki má búast við því að öllum athugasemdum er svarað. Ef athugasemd telst óviðeigandi þá tekur eigandi síðunnar sér leyfi til þess að eyða þeim athugasemdum. Athugasemdir eru á ábyrð þess sem skrifar þær.
Eigandi síðunnar velur þær athugasemdir sem teljast birtingahæfar.