![]() | |||
Til sölu á Chain Reaction Cycles Til sölu hjá Erninum |
Í fyrra keypti ég svo þess hanska frá Endura (þeir sem hafa ekki tekið eftir því, þá er ég mjög hrifinn af því merki). Þeir eru nokkuð þröngir og það getur verið erfitt að fara í þá vegna þessa. En það er einmitt það sem ég sækist eftir - aðsniðnum heitum hönskum. Þeir eru ágætlega fóðraðir og hef ég ekki orðið kalt í þeim þótt frostið fari niður i -10°C. Hef upplifan smá kulda í verstu veðrunum (snjókomu og vindi). Þeir eru góðum þykkingum í lófa, sem er af hinu góða fyrir þá sem vilja hafa handföng á stýrinu sem eru þunn. Endurskin á hönskunum nýtist ágætlega þegar gefið er merki um að hjólamaðurinn vill beygja í myrkri. Svo er horþurrka á vísifingri, ég hefði viljað hafa hana líka á þumlinum (fyrri reynsla segir mér að það er þægilegra). Loks er teygjuefni við hanskaopið sem fer ansi ofarlega upp á framhandlegginn. Þetta minnkar líkurnar á beru skinni á milli jakka og hanska.
Gallarnir við þessa hanska eru ekki miklir. Þó ber að skoða þá vel áður en rétta eintakið er valið. Gallinn er sá sami og nær með allar Endura vörurnar, kannski vegna þess að þær eru oftast á góðu verði (að mér finnst). Gallinn er sá að saumar eru oft nokkuð tæpir þannig að þeir vilja rakna aðeins upp. Í mínu tilviki eru saumarnir í kringum hanskaopið á teygjanlega efninu að trosna, kannski er það vegna þess hversu aðsniðnir þeir eru að það togast á þeim þegar farið er í vettlingana.
Ég mæli eindregið með þessum hönskum. Eftir nokkurra leit ákvað ég að kaupa þessa hanska. En og aftur kemur þó upp sú staða að vöruúrvalið á Íslandi er ekki mikið í þessum efnum, þannig að það stýri kannski valinu. Það eru nokkrir hlutir sem maður kaupir ekki blindaður í gegnum netið án þess að prófa.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Ekki má búast við því að öllum athugasemdum er svarað. Ef athugasemd telst óviðeigandi þá tekur eigandi síðunnar sér leyfi til þess að eyða þeim athugasemdum. Athugasemdir eru á ábyrð þess sem skrifar þær.
Eigandi síðunnar velur þær athugasemdir sem teljast birtingahæfar.