11.23.2011

Útskipting á bremsuklossum

Í gær skipti ég um bremsuklossa. Ég er með Avid Juicy 3.5 vökvabremsur. Klossarnir voru orðnir slitnir og bremsuhlutinn á einum af þeim fjórum klossinn var brotinn. Þar sem Juicy 3.5 er ekki með neinar stilliskrúfur til þess að færa klossana sundur og saman þá þarf vanalega að blæða bremsurnar upp á nýtt við þessa aðgerð. Það er hægt að kaupa Bleed Kit frá Avid sem inniheldur klossa sem settur eru í við þessa aðgerð. Þá er hjólið tekið af reiðhjólinu, klossarnir líka og klossi settur í staðinn (getur verið ansi stíft). Ég var að flýta mér í gærkvöldi þannig að ég ákvað að gera þetta með hjólið á, sem á að vera í lagi. Það er þó einn hængur á þessu.

Þegar blæðing er gerð með hjólið á, þarf að passa að bremsuvökvi komist ekki í snertingu við málaða fleti (vill leysa upp glanshúðina) og komist heldur ekki í bremsuklossana. Þetta síðara gerðist einmitt fyrir mig.

Þegar ég hjólaði af stað í morgun voru bemsurnar heldur of deygar. Þetta lagaðist þó eftir nokkurra reið. Hluti af þessu er sökum þess að það tekur smá stund að hjóla nýja klossa til. Ef þið lendið í þessu ekki vera hissa að það tekur tíma að hjóla klossana til og ná bremsuvökvanum úr þeim. Eitt er þó hægt að gera (sem ég gerði ekki) er að spreyja fituhreinsi (sjálfur á ég slíkt frá Würth) það virkar vel. Vanalega hef ég spreyjað fituhreinsi niður í bremsustillana þegar ég hef þrifið hjólið eða verið að smyrja það upp á nýtt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ekki má búast við því að öllum athugasemdum er svarað. Ef athugasemd telst óviðeigandi þá tekur eigandi síðunnar sér leyfi til þess að eyða þeim athugasemdum. Athugasemdir eru á ábyrð þess sem skrifar þær.
Eigandi síðunnar velur þær athugasemdir sem teljast birtingahæfar.