6.05.2013

Hár snúningshraði

Ég er að uppgötva þægindin við háan snúningshraða (cadence). Hingað til hef ég verið að snúa pedalasveifunum cirka 65-75 rpm og þá í fremur þungum gírum. Þetta fer ekki vel með gírana og keðjuna á hjólinu. Þannig að ég hef verið að lesa mig til um  hvað gæti ég gert til þess að minnka álagið á búnaðinn. Þá kom það upp að ráð væri að auka snúningshraðann.

Kosturinn við hærra snúningshraða er margþættur;

  • Minna álag á búnað
  • Betra blóðrennsli
  • Minn álag á hnén
  • Minnir mann á tímann þegar maður var barn að hjóla, hratt. Þar af leiðandi skemmtilegra
  • Auðveldara að rífa hraðann upp
  • Auðveldara að bregðast við
  • Síðan finnst mér auðveldara að halda föstum hjartslætti

Þar sem ég á ekki cadence mæli, þá voru góð ráð dýr. En ég komst að því að með því að vita gírahlutföll hjólsins þá er hægt að áætla snúningshraðann frá gírasamsetningu og hraðann sem hjólið fer. Þumalputtinn minn er eftirfarandi; ef ég hjóla á 20 km/klst á miðjutannhjóli að framan og cirka miðja að aftan, þá er snúningshraðinn cirka 90 rpm.

90 rpm er einmitt þar sem ég vil gjarnan vera núna. Kannski hækkar þetta með reynslunni, enn frekar. Þetta er mjög skrýtið í fyrstu, en ég er ekki frá því að þetta er miklu betra.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ekki má búast við því að öllum athugasemdum er svarað. Ef athugasemd telst óviðeigandi þá tekur eigandi síðunnar sér leyfi til þess að eyða þeim athugasemdum. Athugasemdir eru á ábyrð þess sem skrifar þær.
Eigandi síðunnar velur þær athugasemdir sem teljast birtingahæfar.