6.15.2012

Pay it forward - vertu hugulsamur!

Þegar við hjólum, sérstaklega úr alfaraleið, þá munum við rekast fólk, sem hefur ekki nauðsynlegan búnað eða verkfæri, til þess að gera við það sem hefur farið úrskeiðis. Sem hugulsamur einstaklingur á hjóli, þá er æskilegast að bjóða fram hjálp sína, verkfæri, og/eða auka slönguna, flýtihlekk og svo framvegis, svo viðkomandi geti haldið för sinni áfram og er ekki fastur.

Þegar viðkomandi býðst til þess að borga, þá skaltu neita. En benda viðkomandi á að vera með viðkomandi búnað í næstu för. Ef hann rekst á strandglóp, þá ætti hann að bjóða viðkomandi búnað til þess að sá aðili gæti haldið áfram.

Þetta gleður þig og þá sem þú hjálpar. Þetta getur orðið til þess að fólk verði hjálpsamari.

Njótið ferðarinnar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ekki má búast við því að öllum athugasemdum er svarað. Ef athugasemd telst óviðeigandi þá tekur eigandi síðunnar sér leyfi til þess að eyða þeim athugasemdum. Athugasemdir eru á ábyrð þess sem skrifar þær.
Eigandi síðunnar velur þær athugasemdir sem teljast birtingahæfar.